Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu íbúð í Víðigrund 2, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum.
Íbúð á jarðhæð í steyptu fjölbýlishúsi byggðu árið 1971, alls 48,7 fm. Sérgeymsla 5 fm. á jarðhæð fylgir íbúðinni.
Leigulóð fjölbýlishússins alls er 2.175 fm.
Íbúðin er ein sextán íbúða í fjölbýlishúsinu við Víðigrund 2-4. Átta íbúðir eru í hvorum stigagangi.
Íbúðin er vel staðsett.
Miklar endurbætur hafa átt sér stað á fjölbýlishúsinu.
Stafnar hússins til austurs og vesturs hafa verið endurgerðir, þ.e. veggir einangraðir og klæddir með stáli og gluggar endurnýjaðir.
Skipt var um glugga á norðurhlið.
Sameiginlegt bílastæði er austan við húsið.
Íbúðin skiptist í herbergi, stofu, eldhús og baðherbergi.
Frá stigagangi er gengið inn í eldhús íbúðarinnar.
Í eldhúsi er gólf parketlagt, innrétting og AEG eldavél.
Gangur er parketlagður og skápar þar við.
Baðherbergi er dúklagt, sturtuklefi og hvít tæki.
Stofa er teppalögð.
Teppalagt herbergi við stofu.
Útgangur er frá stofu út á verönd til suðurs.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið fasteignir@krokurinn.is
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali