Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Skagfirðingabraut 31, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi lóðarleiguréttindum.
Tveggja hæða einbýlishús með bílskúr alls 232,2 fm.
Samkæmt Þjóðskrá Íslands er húsið 187,2 fm. og byggt árið 1945 og bílskúr er 45 fm, byggður árið 1987.
Leigulóð fasteignarinnar er 713 fm.
Eignin er vel staðsett en stutt er í ýmsa þjónustu á borð við verslun, skóla, leiksskóla, íþróttahús, sundlaug og íþróttavöll.
Snyrtileg eign sem hefur verið vel við haldið og er þónokkuð endurnýjuð.
Endurbætur:
2022 - Gólfhitalagnir lagðar í gólf neðri hæðar og sett sérstýrikerfi fyrir hvert rými.
2022 - Nýtt parket á öllum rýmum nema baðherbergjum, þvottahúsi og forstofu.
2022 - Miðstöðvarlagnir og ofnar endurnýjað á efri hæð.
2021 - Tröppur við vestur inngang lagfærðar.
2015/2016 - Þakjárn hússins endurnýjað, settar snjóflóðavarnir á þakbrúnir, þakinu lyft og loftun á þaki löguð.
2012/2013 - Útidyrahurðir á húsi voru endurnýjaðar.
Frárennslislagnir hafa verið endurnýjaðar út í brunn og settur nýr brunnur.
Vatnslagnir hafa verið endurnýjaðar.
Rafmagnslagnir hafa verið endurnýjaðar að hluta.Neðri hæð:Á hæðinni er eldhús, tvískipt stofa, baðherbergi, herbergi, þvottahús og forstofa.
Tveir inngangar eru í húsið, annars vegar á vesturhlið og svo austurhlið frá bílaplani sem eigendur nota sem aðalinngang.
Forstofa að austan er með máluðu gólfi en að vestan flísar.
Stofa er parketlögð með gluggum til suðurs.
Í
eldhúsi er gólf flísalagt og hvít innrétting með grárri borðplötu. Helluborð frá AEG og nýlegur BEKO bakaraofn. DAEWOO tvöfaldur ísskápur og BEKO uppþvottavél fylgja.
Á
baðherbergi er gólf flísalagt og veggir að hluta. Hvít innrétting og sturta.
Herbergi er parketlagt.
Efri hæð:Á efri hæð eru
5 herbergi og snyrting.
Herbergi eru öll parketlögð. Geymslur eru undir súð inn af fjórum herbergjum. Fataskápur í hjónaherbergi.
Snyrting er með flísum á gólfi. Geymsluloft á efri hæð.
Bílskúr er steyptur og rúmgóður.
Nýleg bílskúrshurð er í bílskúr.
Þak bílskúrsins lak fyrir einhverju síðan en komið hefur í veg fyrir lekann. Allt hefur verið tekið niður úr loftinu til að leyfa timbrinu að þorna.
Tvær innkeyrslur eru á lóðinni, annars vegar er hellulögð innkeyrsla austan við bílskúr og svo malarborin innkeyrsla sunnan við garðinn.
Hiti er í plani að austan.
Garður er afgirtur.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali