Ægisstígur 1, 550 Sauðárkrókur
70.000.000 Kr.
Einbýli
10 herb.
193 m2
70.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
8
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1950
Brunabótamat
75.150.000
Fasteignamat
52.600.000

Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Ægisstíg 1, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi lóðarleiguréttindum. 
Um er að ræða vel skipulagt tíu herbergja steypt einbýlishús á tveimur hæðum ásamt rúmgóðum bílskúr. 
Fasteignin er skráð 193,5 fm. samkvæmt Þjóðskrá, þ.e. íbúð 157 fm. og bílskúr 36,5 fm. 
Neðri hæð hússins var byggð árið 1952 en efri hæðin var byggð 1960. Bílskúr var byggður árið 1996.
Fasteignin er vel staðsett og stutt í ýmsa þjónustu eins og yngri deild leikskóla, skóla, íþróttasvæði o.fl.
Gott útsýni er frá fasteigninni. 


Húsið hefur verið klætt að utan og þá var það jafnframt einangrað.
Þak er upprunalegt. 
Malbikað bílaplan með snjóbræðslu er við bílskúr.
Steypt stétt er vestan við húsið og hellulögð verönd að norðan.
Garður er afgirtur. Opið svæði er norðan við húsið. 

Neðri hæð:
Á hæðinni er forstofa, tvö herbergi, eldhús, baðherbergi, tvískipt stofa, þvottahús og geymsla. 
Inngangur í forstofu á vesturhlið hússins. Þar við er gangur. Hvort tveggja er parketlagt.
Herbergi eru bæði parketlögð.
Parketlögð stofa sem er tvískipt. 
Í eldhús er hvít innrétting með viðarborðplötu. Husqvarna eldavél, Bauknecht vifta og Exquist ísskápur fylgir.
Frá eldhúsi er komið í flísalagða forstofu með hurð út á bílaplan. Í forstofu er fatahengi og skápur.
Við forstofuna er þvottahús og geymsla. Þvottahús er rúmgott, með máluðu gólfi og sturtu. Geymsla er flísalögð og með góðu hilluplássi.
Baðherbergi er með salerni og hvít innrétting við vask.
Stigi upp á efri hæð er teppalagður.

Efri hæð:
Á hæðinni er sex herbergi og baðherbergi
Þrjú herbergi eru mjög rúmgóð en hin þrjú eru minni. Herbergin eru öll dúklögð. Útgangur á austursvalir úr einu herbergi. 
Á baðherbergi eru gólf flísalagt og veggir að hluta. Hvít innrétting og baðkar.
Hol er teppalagt. Lúga á geymsluloft frá holi.
Efri hæð hússins er undir súð en samt þó þannig að herbergi nýtast mjög vel. 

Bílskúr er mjög rúmgóður og með millilofti. Bílskúrshurð er rafknúin. Heitt og kalt vatn.

Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.