Ránarbraut 9, 545 Skagaströnd
51.900.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
4 herb.
148 m2
51.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1989
Brunabótamat
68.400.000
Fasteignamat
32.200.000

Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Ránarbraut 9, Skagaströnd ásamt tilheyrandi lóðarréttindum og hlutdeild í sameign. 
Björt og vel skipulögð fjögurra til fimm herbergja íbúð í endaraðhúsi ásamt bílskúr, alls 148,7 fm.
Raðhúsið var steypt árið 1989 og eru alls 4 íbúðir í raðhúsalengjunni. 
Leigulóð eignarinnar er 429 fm. 
Snyrtileg eign með útsýni til norðurs.


Fasteignin í góðu ástandi að utan sem innan og lóðin falleg.
Pallur er framan við húsið með skjólgirðingu og grasflötur þar við.
Stétt framan við húsið er steypt og plan hellulagt.
Hellulögð verönd er jafnframt vestan við húsið og norðan við bílskúr.

Íbúðin skiptist í þrjú til fjögur svefnherbergi (herbergi hefur verið íbúið í bílskúr), stofu, eldhús, baðherbergi, hol og þvottahús.
Gengið inn í flísalagða forstofu frá Ránarbraut. Í forstofu er fatahengi.
Komið inn í parketlagt hol þar sem eru góðir skápar.
Stofa er parketlögð og gluggar til suðurs. Svalahurð út á pall framan við húsið.
Baðherbergi íbúðarinnar var endurnýjað árið 2023. Gráar flísar eru á gólfi og veggjum, viðarinnrétting með ljósri borðplötu við vask og spegill með lýsingu. Walk in sturta.
Þrjú herbergi eru innan íbúðarinnar, öll parketlögð og tvö þeirra með fataskápum. 
Í eldhúsi er gólf flísalagt. Viðarinnrétting með ljósri borðplötu. Delonghi helluborð og bakaofn.
Rúmgott þvottahús er flísalagt og þar er innrétting fyrir þvottavél og þurrkara. Góðar geymsluhillur. Handklæðaofn. Innangengt frá þvottahúsi í bílskúr. 
Í bílskúr er rými sem skráð er geymsla en hefur verið verið breytt í herbergi og snýr til norðurs. Frá herberginu er hurð út í garð að norðan. Flísar eru á gólfi herbergis.

Gólfhiti er lagður í eldhús, baðherbergi og forstofu.
Útihurð er nýleg.
Árið 2013 var hitaveita tekin inn og var þá skipt um alla ofna og miðstöðvar- og neysluvatnslagnir. 
Ljósleiðari í íbúðinni. 
Geymsluskúr í garði fylgir.
Hleðslustöð fyrir bíla fylgir ekki.

Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.