Lundur , 545 Skagaströnd
25.000.000 Kr.
Parhús/ Parhús á tveimur hæðum
7 herb.
184 m2
25.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1942
Brunabótamat
67.300.000
Fasteignamat
27.150.000

Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina Lund á Skagaströnd ásamt tilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum.
Sjö herbergja íbúð á tveimur hæðum í steyptu parhúsi ásamt bílskúr alls 184,6 fm.
Íbúðin er skráð 144,6 fm. og bílskúr er skráður 40 fm. Parhúsið var byggt árið 1942 og bílskúrinn 1980.
Leigulóð hússins er 822 fm.


Íbúðin skiptist í fimm herbergi, tvískipta stofu, eldhús og borðstofu, baðherbergi og þvottahús.

Gengið er inn um litla útiforstofu (bíslag) inn á stigapall á milli hæða.
Á efri hæð er eldhús með snyrtilegri eldri innréttingu og dúk á gólfi. Inn af eldhúsi er rúmgóð borðstofa með parketi á gólfi.
Þá eru á hæðinni lítið svefnherbergi með parketi á gólfi og tvær samlyggjandi stofur einnig með parketi á gólfum.

Á neðri hæð er þrjú svefnherbergi og eitt milli herbergi sem hægt er að nota til hverskonar verkefna, t.d. tölvuvinnslu, handavinnu eða leikherbergi fyrir börn. Parket er á herbergjum og gangi.
Dúklagt baðherbergi með sturtuklefa og ljósri innréttingu. Þvottahús með lakkað gólf. Baðherbergi og þvottahús er hægt að sameina í eitt herbergi. 

Milliloft er úr timbri, eldvarið með asbestklæðningu klætt með loftapappa. Raflögn á efri hæð ásamt töflu var endurnýjuð 1980 og á neðri hæð árið 2017.

Bílskúr byggður 1980 fylgir eigninni og er einangraður og upphitaður, einnig er þar bæði heitt og kalt vatn.
Gluggar á vesturhlið gefa góða birtu, einnig er umgengnishurð á vesturhlið.
Innkeyrsluhurð er með 3 vængjum og opnast inn, breidd 285 cm og hæð 235 cm.

Eignin er einangruð að utan og klædd með Garðastáli. Mjög gott útsýni er bæði til lands og sjávar.

Á Skagaströnd er gott mannlíf og allt sem þarf til að lifa eðlilegu og góðu lífi.
Hitaveita, ljósleiðari, góð verslun er á staðnum (Kjörbúðin), góðir skólar, leikskóli (Hjallastefnan) og grunnskóli, veitingastaðir, íþróttahús með þrekaðstöðu, sundlaug, golfvöllur sem ekki þarf að bíða eftir að komast að, hárgriðslustofa, hafnaraðstaða fyrir smábáta er mjög góð og stutt á gjöful mið, einnig er góður fiskmarkaður á staðnum og svo margt, margt fleira.
Akstur á milli Blönduós og Skagastrandar er 15 mínútur, á Sauðárkrók um 40 mínútur og að aka til Reykjavíkur tekur það um 3 klst. og til Akureyrar um 1 klst. og 50 mínútur, sem sagt allt í hæfilegri fjarlægð, en þó allt innan seilingar. Stutt er í alla útivist, t.d. gönguferðir, hestasport, fiskveiði og fl.
 
Skagaströnd er ákjósanlegur staður fyrir þá sem vilja breyta til og vera og geta verið í fjarvinnu.

Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.