Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki ásamt tilheyrandi lóðarleiguréttindum.
Um er að ræða íbúðar- og verslunarhúsnæði auk geymsluhúsnæðis alls 417,1 fm.
Mannvirkin eru á tveimur fasteignanúmerum 2131149 og 2131150.
Leigulóðin er alls 845 fm. og er vel staðsett í útjaðri bæjarins
Fasteignin býður upp á mikla möguleika en það kemur í hlut nýs eiganda að vinna úr því. n. Fasteignin á sér langa sögu og er eitt sögufrægasta hús Sauðárkróks, en þar var rekin
verslun Haraldar Júlíussonar í rúma öld. Húsið má því teljast hafa mikið varðveislugildi vegna merkilegrar sögu um verslun á Sauðárkróki.
Íbúðin er á tveimur hæðum alls 137,6 fm. Á neðri hæð er tvískipt stofa, eldhús og tvær forstofur. Á efri hæðinni eru sex herbergi og baðherbergi.
Verslunin er á sömu hæð og neðri hæð íbúðarinnar og er um 40,9 fm. Á milli íbúðar og verslunar er skrifstofa.
Kjallari er undir húsinu sem hýsti lager verslunarinnar og erum 90,6 fm.
Á austurhluta lóðarinnar standa svo
geymsluhúsnæði sem eru alls 148 fm. Útsýni til austurs er frá eigninni. Húsin eru komin til ára sinna og þarfnast viðhalds og endurbóta.
Íbúðar- og verslunarhúsnæðið var steypt árið 1930 en geymsluhúsnæðið var byggt úr timbri árið 1949 og 1911.
Nánari upplýsingar er að fá hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali