Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Nestún 20B, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum.
Glæsilegt og vel skipulagt parhúsi ásamt innbyggðum bílskúr alls 165,8 fm.
Húsið er timburhús, klætt að utan með lituðu járni, þak er tvíhalla klætt með bárujárni.
Samkvæmt teikningu skiptist eignin í þrjú herbergi, stofu og eldhús í sama rými, baðherbergi, þvottahús/geymslu, forstofu og bílskúr. Búið er að bæta við gestasnyrtingu í þvottahúsi.Fasteignin sé klár til að setja upp innréttingar og gólfefni.
Búið er að klára milliveggi. Í lofti er dúkur frá Enso og innfelld ljós. Loftskiptikerfi er í húsinu.
Timburpallur er austan við húsið og hlaðinn veggur verður norðan við það.
Fasteignin afhendist eins hún er nú að innan, að utan er eftir frágangur á lóð.
Hægt er að semja við byggingaaðila um að klára eignina.
Magnað útsýni er frá húsinu - sjón er sögu ríkari.Húsið er nú á byggingastigi 2 (matsstigi 4).
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali