Litla-hlíð , 561 Varmahlíð
79.000.000 Kr.
Lóð
7 herb.
233848 m2
79.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
106.075.000
Fasteignamat
34.523.000

Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu jörðina Litlu-Hlíð í Vesturdal í Skagafirði.
Um er að ræða 3800 ha jörð sem staðsett er í Lýtingstaðarhreppi hinum forna.
Litla-Hlíð á land að Bjarnastaðahlíð að norðan, Skatastöðum að austan, Giljum að sunnan um Hrútagil, Hofi, Hofsvöllum og Vesturhlíð að vestan og ræður Hofsá merkjum. Land jarðarinnar er að miklu leyti falllendi en skv. fasteignaskrá er ræktar land 23,3 ha. 


Á jöðinni stendur íbúðarhús ásamt útihúsum. Steypt íbúðarhús á pöllum, alls 117,9 fm. Sambyggt íbúðarhúsinu er gamalt fjós og hlaða.
Íbúðarhúsið skiptist í sex herbergi, tvö baðherbergi, eldhús, sjónvarpsherbergi, þvottahús, geymsla og forstofu. 

Fyrir um 30 árum var húsið einangrað og klætt að utan ásamt því að skipt var um glugga. Þak er gamalt og leki er frá skorsteini. Frárennslislagnir hússins eru í plasti.
Hellulögð verönd er sunnan við húsið með steyptum potti. Tvö gróðurhús eru í garðinum.

Á jörðinni stendur fjós og hlaða sambyggt íbúðarhúsinu en sunnan við íbúðarhúsið eru fjárhús og hesthús.

Jörðinni fylgja hlunnindi úr Hofsá.

Frá jörðinni og í Varmahlíð eru um 37 km. og til Sauðárkróks eru rúmir 60 km.

Nánari upplýsingar er að fá hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.