Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Hásæti 6B, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum.
Vel skipulagt þriggja til fjögurra herbergja parhús ásamt innbyggðum bílskúr alls 127,4 fm. Húsið er byggt 2004.
Íbúðin er 100,7 fm. og bílskúrinn er 26,7 fm.
Leigulóð hússins er 1059 fm. Fasteignin skiptist í tvö herbergi, stofu, eldhús, baðherbergi, forstofu, þvottahús, geymslu sem hægt væri að nýta sem herbergi og innbyggðan bílskúr. Parket er á allri íbúðinni fyrir utan forstofu, baðherbergi og þvottahús
Frá Hásæti er komið í dúklagða
forstofu með skápum.
Stofa snýr í austur.
Herbergi eru rúmgóð og bæði með skápum.
Baðherbergi er dúklagt og með hvítri innréttingu og sturtu.
Eldhús er rúmgott með hvítri innréttingu og viðarborðplötu.
Frá eldhúsi er komið í dúklagt
þvottahús þar sem er innrétting fyrir þvottavél og vask. Frá þvottahúsi er útihurð á pall í garði.
Við þvottahúsið er svo rúmgóð
geymsla og inngangur í
bílskúr.
Geymslan er rúm og getur hún verið nýtt sem herbergi.
Í
bílskúr er milliloft. Gólf er málað.
Húsið er einlyft timburhús með risþaki, byggt á undirstöðum úr forsteyptum undirstöðuhnöllum er hvíla á þjappaðri forstfrírri malarfyllingu.
Timbur pallur og stórt malbikað bílaplan er fyrir framan hús.
Lóð er annars gróinn á bak við húsið en þar er líka timburpallur með heitum potti.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali