Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu fasteignina við Bárustíg 2, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi leigulóðarréttindum.
Bjart og vel skipulagt fjögurra til fimm herbergja einbýlishús á einni hæð ásamt viðbyggðum bílskúr og kjallara undir húsinu.
Skráð stærð eignarinnar skv. HMS er 207 fm. og skiptist þannig að íbúðarhúsið er 177 fm., þar af kjallari 51 fm. og bílskúr er 30 fm.
Leigulóðin er 1394 fm.
Fasteignin er vel staðsett en stutt er í grunn- og framhaldsskóla, yngri deild leiksskóla, íþróttasvæði, sundlaug og verslun. Fasteignin skiptist í þrjú herbergi, rúmgóða og bjarta stofu, eldhús, búr, baðherbergi og þvottahús. Frá bílskúr er gengið til kjallara sem er rúmgóður og hátt til lofts.Komið er í flísalagða
forstofu þar sem er skápur.
Þaðan er gengið í parketlagt
hol þar sem
svalahurð er út á pall í garði sunnan við húsið.
Stofa er parketlögð. Stórir gluggar sem snúa til suðurs og einn til vesturs.
Eldhús er parketlagt, þar er hvít góð innrétting með ljósri borðplötu og góðu skápaplássi. Bakaraofn og helluborð frá Siemens.
Við eldhús er dúklagt
búr. Baðherbergi er með dúk á gólfi og flísar á veggjum að hluta. Innrétting er hvít.
Þvottahús er rúmgott og flísalagt. Frá þvottahúsi er hurð út framan við húsið.
Bílskúr er fullfrágengin, gólf er málað og hurð út í garð sunnan við húsið. Snyrting er í bílskúr.
Frá bílskúr er gengið til
kjallara. Kjallari er rúmgóður og þar er hátt til lofts. Kjallarinn skiptist í þrjú rými.
Bílaplan framan við bílskúr er steypt.
Hellulögð stétt með hitalögn er framan við húsið.
Lóðin er stór og vel gróin.
Þakkantur var endurnýjaður fyrir um 2 árum og húsið málað að utan.
Inntakið fyrir heita- og kaldavatnið var endurnýjað sumarið 2025
Nánari upplýsingar er að fá hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið [email protected]
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali